Aukin landgæði myndu bæta rekstrarskilyrði

„Ísland er sannkölluð matarkista og magn þeirra matvæla sem héðan er flutt er margfalt meira og verðmætara en það sem er flutt inn. En þrátt fyrir að matvælaútflutningurinn sé mjög arðbær, er hann einhæfur og samanstendur nær eingöngu af sjávarafurðum. Og ein þjóð nærist ekki á fiski eingöngu. Þess vegna þarf að flytja hingað úrval annarra matvæla, mest kornmeti, grænmeti og ávexti. Kjöt- og mjólkurframleiðsla innanlands er líka að stórum hluta byggð á innfluttu fóðri.“
Þannig hefst pistill dagsins í röðinni Tré vikunnar á veg Skógræktarfélags Eyfirðinga. Höfundar að þessu sinni eru Pétur Halldórsson, Úlfur Óskarsson og Aðalsteinn Sigurgeirsson. Pétur er í stjórn félagsins og þremenningarnir allir starfsmenn Lands og skógar.
Þeir segja megnið af flatarmáli Íslands henta illa til matvælalaframleiðslu, meira segja illa til sauðfjárbeitar. Vandamál sauðfjárræktar sé lítil framleiðni og lítill arður, þannig að hún sé varla stunduð nema með háum ríkisstyrkjum eða sem áhugamál, nema hvort tveggja sé. „Styrkirnir eru leið stjórnvalda til að bæta rekstrarskilyrði og stuðla að fæðuöryggi. Þessi rekstrarskilyrði má líka bæta með því að auka landgæði, til dæmis með ræktun skóga og skjólbelta.“
Pistill dagsins: Skógrækt og fæðuöryggi