Fara í efni
Mannlíf

Jólaauglýsing Icelandair tekin upp á Akureyri

Jólaauglýsing Icelandair tekin upp á Akureyri

Jólaauglýsing Icelendair, sem árlega er sýnd um allan heim, var að þessu sinni tekin upp á Akureyri. Þetta kemur fram á vef N4. „Undanfarin ár hefur Icelandair alltaf teflt fram veglegri jólaauglýsingu. Auglýsingarnar eru yfirleitt hugljúfar og segja fallegar sögur. Auglýsingin í ár er þar engin undantekning en hugmyndin á bak við hana er áhugaverð," segir þar.

Flugmaður mokaði vélina út!

„Hugmyndin kviknaði í kringum atburð sem gerðist árið 2010. Þá var okkar vél í Amsterdam og það hafði snjóað pínulítið um daginn og nóttina. Og það komust engar vélar í loftið af því það var smá snjór á jörðinni. Þar var flugmaður hjá okkur sem var ekki alveg til í að kaupa þetta og fór út úr vélinni og bað um skóflu og mokaði vélina út. Og þetta var eina vélin sem fór í loftið þann daginn," segir Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri Icelandair, á vef N4, spurður um hugmyndina á bak við jólaauglýsingu ársins. Kvikmyndatökulið var statt á Akureyri um daginn til þess að taka upp jólaauglýsinguna og var meðal annars myndað á Eyrinni og við Andapollinn.

Nánar hér á vef N4.