Fara í efni
Mannlíf

Árshátíð í VMA eftir þriggja ára hlé

Loksins, loksins! Nemendafélag Verkmenntaskólans, Þórduna, heldur árshátíð í Íþróttahöllinni 1. apríl næstkomandi eftir þriggja ára hlé. Sú síðasta var í mars 2019 en vegna Covid þurfti að hætta við hátíðina 2020 sem var fullskipulögð.

Í tilkynningu frá nemendafélaginu Þórdunu segir að eftir þessa löngu bið verði allt lagt í árshátíðina en fram koma: Friðrik Dór, GDRN, Sprite Zero Klan ásamt DJ Dóru Júlíu og Færibandinu. Veislustjórar verða Vilhelm Anton Jónsson – Villi naglbítur – og Steiney Skúladóttir.