Fara í efni
Mannlíf

Arnór Bliki skrifar um Háls í Eyjafirði

Arnór Bliki Hallmundsson, höfundur pistilsins, við Háls i ágúst á þessu ári.

Jörðin Háls framarlega í Eyjafirði er ævaforn, raunar frá landnámi og notaði Helgi magri jörðina sem merki, þegar hann gaf Auðuni rotnum, land sem heimanmund með Helgu dóttur sinni. Þetta segir Arnór Bliki Hallmundsson í nýjasta pistli sínum í röðinni Hús dagsins.

Í stórfróðlegum og skemmtilegum pistli fjallar Arnór Bliki um gamla íbúðarhúsið að Hálsi, sem hefur verið í eyði í liðlega þrjá áratugi. Bærinn, tæplega aldargamalt timburhús, stendur ofan og lítið eitt norðan Saurbæjar. 

Pistill Arnórs Blika: Háls í Eyjafirði