Fara í efni
Mannlíf

Arnór Bliki skrifar um Geislagötu 5

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar í dag um Geislagötu 5 á Akureyri í pistlaröðinni Hús dagsins. Síðustu tveir pistlar fjölluðu um bankahús; Landsbankahúsið við Ráðhústorg, sem mjög hefur verið í fréttum, og Hafnarstræti 107, sem lengi var kennt við Útvegsbankann. Allt er þá þrennt er, því Geislagata 5 er enn ein bankahöllin; Kristján bílakóngur Kristjánsson byggði húsið 1952 en tæpum áratug síðar keypti Búnaðarbankinn húseignina og útibú bankans var þar til áratuga.

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.