Fara í efni
Mannlíf

Arnór Bliki: hús dagsins er Laugarborg

Laugarborg í Hrafnagilshverfi. Myndin er tekin 29. mars 2022. Ljósmynd: Arnór Bliki Hallmundsson.

…
Laugarborg í Hrafnagilshverfi. Myndin er tekin 29. mars 2022. Ljósmynd: Arnór Bliki Hallmundsson.

Laugarborg, sérlegt tónlistarhús Eyjafjarðarsveitar og fyrrum félagsheimili Hrafnagilshrepps, er umfjöllunarefni Arnórs Blika Hallmundssonar í pistli dagsins á Akureyri.net, í greinaflokknum Hús dagsins.

„Um daginn tók ég fyrir Freyvang, aðsetur hins valinkunna Freyvangsleikhúss og fyrrum félagsheimili Öngulsstaðahrepps. Ég sá það í hendi mér, að ég yrði að fylgja þeirri grein eftir með sambærilegum greinum um hin tvö félagsheimilin í hreppum þeim, er saman mynda Eyjafjarðarsveit,“ skrifar Arnór Bliki. Þetta verður einhvers konar félagsheimilaþríleikur eins og hann kallar það.

„Laugarborg var byggð á svonefndum Reykáreyrum, í landi Hrafnagils, beint undir Reykárgili en það skartar m.a. myndarlegum fossi. Laugarborg, félagsheimili Hrafnagilshrepps, var vígð vorið 1959 og leysti af hólmi þing- og samkomuhús hreppsins, sem tekið var í notkun 1925. Það hús stendur enn, spölkorn norðan Laugarborgar og er nú leikskólinn Krummakot,“  

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.