Fara í efni
Mannlíf

Arnór Bliki fjallar um kirkjur á aðventunni

Arnór Bliki Hallmundsson mun á aðventunni fjalla um kirkjur Eyjafjarðarsveitar í hinum sívinsælu pistlum Hús dagsins. Í fyrsti pistlinum tekur hann fyrir Saurbæjarkirkju.

„Fremstur hinna þriggja hreppa, er sameinuðust undir nafni Eyjafjarðarsveitar fyrir rúmum þremur áratugum, var Saurbæjarhreppur,“ skrifar Arnór Bliki.

Á „Saurbæjartorfunni“ standa m.a. byggingarnar Sólgarður, félagsheimili Saurbæjarhrepps og bæjarhúsin, og nýjasta rós í hnappagat „þessa geðþekka staðar við mynni Eyjafjarðardals er svo kýrin Edda, stórvirki eldsmiðsins Beate Stormo í Kristnesi en henni var komið fyrir á hólbrún norðan Sólgarðs í ágústbyrjun 2023. En krúnudjásn Saurbæjartorfunnar hlýtur þó að vera kirkjan, torfkirkja frá miðri 19. öld. Stendur hún framan eða austan við bæjarhús Saurbæjar og nefnist umræddur hóll einmitt Kirkjuhóll. Frá miðbæ Akureyrar að hlaðinu við Saurbæjarkirkju eru tæpir 29 kílómetrar.“

Smellið hér til að lesa pistilinn