Fara í efni
Mannlíf

Arnór aðalþjálfari TTH Holstebro næsta sumar

Arnór Atlason, til hægri, og Søren Hansen sem verður aðstoðarþjálfari liðsins. Ljósmynd: Tvis Holstebro

Arnór Atlason fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Team Tvis Holstebro, sem leikur í dönsku úrvalsdeildinni, til þriggja ára frá og með sumrinu 2023. Félagið sagði frá þessu í tilkynningu í morgun og handbolti.is sagði frá. Arnór er nú aðstoðarþjálfari bikarmeistara Aalborg Håndbold og hefur verið frá 2018 með afar góðum árangri.

Núverandi aðalþjálfari Holstebro, Søren Hansen, verður aðstoðarþjálfari og hægri hönd Arnórs. Ekki kemur fram í tilkynningu félagsins í morgun hvort pláss verður áfram fyrir Halldór Jóhann Sigfússon sem í sumar var ráðinn aðstoðarþjálfari Holstebro-liðsins til eins árs, segir á handbolti.is.

Nánar hér á handbolti.is