Fara í efni
Mannlíf

Árlegt jólalag Tonnataks komið út

Hljómsveitin Tonnatak: Haukur Pálmason, Þorsteinn Gíslason, Kristján Pétur Sigurðsson og Daníel Star…
Hljómsveitin Tonnatak: Haukur Pálmason, Þorsteinn Gíslason, Kristján Pétur Sigurðsson og Daníel Starrason.

Hljómsveitin Tonnatak hefur gefið út jólalag fjórða árið í röð, og þar er ekki boðið upp á nein rólegheit frekar en fyrri daginn. Hljómsveitina skipa Kristján Pétur Sigurðsson, Þorsteinn Gíslason, Haukur Pálmason og Daníel Starrason, sem er nýlega genginn í bandið.

Tonnatak hefur einkum og sér í lagi einbeitt að sér tveimur verkefnum ár hvert; að gefa út jólalag og bíladagalag, en árlegir Bíladagar á Akureyrar eru í uppáhaldi hjá mörgum. 

Þeir Tonnataksmenn settu lagið í spilun á vefnum um helgina með bestu óskum um hamingjurík og feit jól. „Lifi kjötpönkið,“ segir í lok kveðjunnar.

Hlustaðu á lagið