Fara í efni
Mannlíf

Apótekaralakkrís og kolsvartur kjaftur

„Fyrstu fíkn mína má rekja til þess þegar ég skondraðist með mömmu inn í apótek í Hafnarstræti. Hún kallaði það raunar lyfjabúð til aðgreiningar frá ömmu gömlu sem fann til kjálkans ef mannskapurinn kunni ekki að hafa það á dönsku.“

Í dag birtist 13. pistill Sigmundar Ernis Rúnarssonar, rithöfundar og fjölmiðlamanns, í röðinni Akureyri æsku minnar. Nýr pistill birtist á Akureyri.net á hverjum mánudegi.

„En ég er sumsé ansi stuttur til hnésins þegar það gerist að öllu eldri pjakkur spyr að því í röðinni á undan okkur mömmu hvort hann megi festa kaup á lakkrísnum í sjoppunni.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigmundar Ernis.