Fara í efni
Mannlíf

Annað elsta hús Oddeyrar rifið?

Arnór Bliki Hallmundsson fjallar um Strandgötu 27 í nýjasta pistli sínum um Hús dagsins. Upphaflega var að kallað Hús Jóns Halldórssonar, byggt seint á 19. öld. 

Endurbætur á húsinu hófust árið 2014 og lofuðu góðu ekkert hefur gerst lengi. „Fyrir vikið hefur húsið staðið hálfkarað um nokkurra ára skeið og veðurhjúpur þess opinn. Virðist t.d. austurstafn hanga saman á tjörupappanum einum saman- og hann götóttur, m.a. eftir ofsaveður í september 2022. Það væri óskandi, að endurbótum hússins yrði lokið, í samræmi við endurnýjaðan vesturstafn,“ segir Arnór Bliki. 

„Sú tillaga sem liggur fyrir að nýju húsi á lóðinni er raunar mjög vel unnin og góðra gjalda verð og kæmi til með falla þokkalega að núverandi byggð, tvær hæðir, ris og kvistur. En það yrði að sjálfsögðu allt annað hús með allt annað yfirbragð. Þegar þetta er ritað, er beðið umsagnar Minjastofnunar. En lesendur geta svo sem getið sér þess til, hvaða álit greinarhöfundur myndi gefa ef leitað yrði til hans vegna niðurrifs á „Húsi Jóns Halldórssonar“, öðru elsta húsi Oddeyrar og hinu forna viðmiði við lagningu Norðurgötu...“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika.