Fara í efni
Mannlíf

Annað eða þriðja elsta hús Oddeyrar?

Arnór Bliki Hallmundsson skrifar í nýjum pistli um Hús vikunnar um Fróðasund 10 á Akureyri.

„Um uppruna Fróðasunds 10, eða 10a, er í raun ekki mikið vitað. Það er að öllum líkindum þriðja elsta hús Oddeyrar, en gæti þó mögulega verið það annað elsta,“ skrifar hann.

„Líkt og í tilfellum margra elstu húsa Oddeyrar liggur ekki fyrir byggingarleyfi en vitað, að Sigurður nokkur Sigurðsson er búsettur þarna árið 1877. Það er eflaust ekki óvitlaust, að miða við það, að hann hafi byggt húsið það ár. Á þessum árum voru fyrstu íbúðarhús Oddeyrar að byggjast upp og eigandi landsins, Gránufélagið, virðist ekki hafa kippt sér mikið upp við það, þó menn byggðu þar, svo fremi sem menn gengu frá lóðarmálum.“

Smellið hér til að lesa pistil Arnórs Blika