Fara í efni
Mannlíf

Álfheiður Jónsdóttir fagnar 100 ára afmæli

Álfheiður og Ásthildur spjalla saman í afmælisboðinu. Á milli þeirra er sonarsonur Álfheiðar, Jón Pá…
Álfheiður og Ásthildur spjalla saman í afmælisboðinu. Á milli þeirra er sonarsonur Álfheiðar, Jón Páll Haraldsson.

Álfheiður Jónsdóttir, íbúi á dvalarheimilinu á Hlíð, fagnaði 100 ára afmæli í dag og fagnaði afmælinu með afkomendum, ættingjum og vinum í samkomusal Hlíðar. Í tilefni dagsins heimsótti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, afmælisbarnið og færði henni blómvönd frá bæjarstjórn Akureyrar.

Álfheiður fæddist á Akureyri og hefur búið þar alla sína tíð. Árið 1945 eignaðist hún soninn Harald Karlsson sem lést árið 2016. Álfheiður var einn af eigendum skóverslunar Lyngdal á Akureyri og starfaði þar um tíma sem og í glerdeildinni í Amaró. Hún var mikil útivistarkona, undi sér best á fjöllum en var einnig skíðagarpur og varð m.a. Íslandsmeistari í bruni árið 1946.

„Álfheiður er hreint ótrúleg kona og mikil fyrirmynd fyrir okkur þær sem yngri erum. Ein af frumkvöðlum í útivist á Akureyri, fjallgöngur, skíði og kajakróður voru hennar áhugamál. Við áttum sannarlega margt sameiginlegt í spjalli okkar í dag. Hjartans hamingjuóskir!“ skrifaði bæjarstjórinn á Facebook síðu sína eftir heimsóknina.

Afmælisbarnið og Ásthildur bæjarstjóri. Ásthildur birti þessa mynd á Facebook síðu sinni.