Fara í efni
Mannlíf

Aldrei fór ég norður – uppistand á morgun

Aldrei fór ég norður – uppistand á morgun

Sjö uppistandarar troða upp á Verksmiðjunni við Strandgötu á föstudagskvöld. Samkomuna kalla sjömenningarnir Aldrei fór ég norður og í tilkynningu segir að öll séu þau virk „í uppistandssenunni í Reykjavík og ætla þau að kitla hláturtaugarnar.“ Fjörið hefst klukkan 20.00.

Sjömenningarnir eru kynntir til leiks sem hér segir:

Arnór Daði – „Hauganesingurinn sem vakti mikla lukku með sýningunni sinni „Big, Small Town Kid“ (fáanleg á Sjónvarp Símans og Vodafone).“

Ársæll Rafn – „Ársæll Rafn er leikari og frábær grínisti sem hefur verið að koma fram um land allt í nokkur ár. Hann frumsýndi solo sýninguna sýninguna sína Awkwardly Confident á RVK Fringe Festival 2021.“

Baldvin Ómar – „Stundum kallaður Rassi, oftar Baldur. Er menntaður uppistandari en vill ekki segja hvaðan. Það er aldrei neitt honum að kenna.“

Bimma Magg – „Bimma Magnúsdóttir er bráðfyndinn filterlaus grínisti sem hefur verið að koma fram hér og þar um landið í nokkur ár. Hún skipuleggur einnig vinsæl uppistandskvöld í Hveragerði, heimabæ sínum.“

David í Dali – „Færeyingurinn David í Dali hefur farið á kostum síðustu misseri fyrir sprell sitt, bæði hérna á Íslandi og „heima“ í Færeyjum.“

Friðrik Valur – „Friðrik Valur er óútreiknanlegur rugludallur sem hefur verið að koma fram síðan 2017 og hefur verið að reka tvö uppistandskvöld í viku í Reykjavík. Hann vakti nýlega athygli fyrir uppistandsýninguna sína Clean sem hann frumsýndi á RVK Fringe Festival 2022“

Lovísa Lára – „Lovísa Lára hefur verið að koma fram reglulega í Reykjavík síðast liðið ár þar sem hún hefur vakið mikla athygli. Hún hefur verið að koma fram með grínhópnum Kitl og Six comics, Four countries, Two joke minimum.“

Baldvin Ómar, brottfluttur Akureyringur, er einn sjömenninganna – „Stundum kallaður Rassi, oftar Baldur,“ eins og hann er kynntur í tilkynningu!