Fara í efni
Mannlíf

Aftur grét dómarinn! Heyrðu Natan syngja

Natan Dagur og þjálfarinn hans, söngkonan og lagahöfundurinn Ina Wroldsen. Ljósmynd: The Voice.

Þjálfararnir fjórir í norsku útgáfu The Voice söngkeppninnar á sjónvarpsstöðinni TV2 héldu ekki vatni yfir frammistöðu Natans Dags Benediktssonar í kvöld. Hann söng lagið All I Want og komst í fjögurra manna úrslit, eins og fram kom á Akureyri.net fyrr í kvöld.

„Þetta var stórkostlegt“ sagði þjálfarinn hans, Ina Wroldsen og hældi Natan á hvert reipi. Tom Stræte Lagergren, sá sem grét af gleði þegar Natan kom fyrst fram í The Voice, endurtók leikinn í kvöld. Var tárvotur af hrifningu.

Þegar Natan sagðist í raun geta gert sumt betur en hann hefði gert í kvöld, greip Ina Wroldsen fram í fyrir honum: Nei, hættu nú alveg! Sagði honum að brosa því frammistaðan hefði verið stórbrotin. Dómarinn Yosef Wolde-Mariam, þekktur rappari, nefndi þá að alltaf væri hægt að æfa sig betur og reyna að fullkomna ákveðin tækniatriði, en miklu meira máli skipti að syngja af tilfinningu. Að miðla tónlistinni þannig að hún hreyfði við fólki; það hefði Natan svo sannarlega gert í kvöld. 

Smelltu hér til að sjá og heyra Natan syngja í kvöld