Fara í efni
Mannlíf

Af sjálfsprottnum skógum á Þelamörk

Sigurður Arnarson fjallar í nýjum pistli í röðinni Tré vikunnar á vef Skógræktarfélags Eyfirðinga um sjálfsprottna skóga á Þelamörk.

„Þegar ekið er eftir Hörgárdal verður ekki hjá því komist að taka eftir uppvaxandi skógum. Á það jafnt við um nánast allan dalbotninn og þær hlíðar sem ekki eru beittar eða nýttar sem tún. Allur neðri hluti Hörgárdals að austanverðu heitir Þelamörk. Það er einkar vel viðeigandi að svæðið sem kallast Þelamörk skuli nú klæðast sístækkandi skógi enda merkir orðið mörk skógur. Ekki nóg með það. Einn bærinn á Þelamörk heitir meira að segja Skógar,“ skrifar Sigurður.

Engum vafa er undirorpið að Þelamörk var einu sinni skógi vaxin,“ skrifar hann og bætir við: „Svo hurfu skógarnir. Nú er mörkin að færa sig upp á skaftið, ef svo má segja. Sumt af þessum trjám var plantað, önnur eru að spretta upp sjálf í kjölfar friðunar. Í þessum pistli verður fjallað um sjálfsprottnu skógana á Þelamörk og í öllum Hörgárdal. Við skoðum líka eldri heimildir til að reyna að átta okkur á sögu skóglendisins. Einnig veltum við fyrir okkur hvenær farið var að tala um svæðið sem Þelamörk.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar