Fara í efni
Mannlíf

Af hverju faldi ég vandann?

Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er 10. október, á sunnudaginn. Eymundur L. Eymundsson, einn stofnenda Grófarinnar – geðræktar á Akureyri, skrifar af því tilefni grein sem birtist á Akureyri.net í dag.

„Ég fór að finna fyrir andlegum vanda þegar ég byrjaði í grunnskóla 1974. Ég fór að leika trúð um 12 ára aldur til að fela andlega vandann og óttann. Mig langaði ekki að lifa í heljargreipum óttans en sá enga útgönguleið úr andlegum vanda,“ segir Eymundur meðal annars. „Til þess að lifa þurfti ég að setja upp leikrit þar sem ég var leikstjórinn.“

Mörgum árum síðar áttaði sig Eymundur sig á því hvers kyns var: „Ég fékk fræðslu á Kristnesi og bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. Ég brotnaði saman, það voru til lýsingarorð á mínum andlega vanda og það var heiti sem kallast geðraskanir og það var von. Bæklingarnir sögðu mína sögu og útskýrðu af hverju mér hafði liðið svona illa síðan ég var krakki með sjálfsvígshugsanir nær daglega.“

Smellið hér til að lesa grein Eymundar.