Fara í efni
Mannlíf

Að væla yfir einu skitnu handleggsbroti ...

Sigurði Ingólfssyni varð nýlega „hugsað til þess hvað það þurfa margir að lenda í alvarlegum áföllum, heilsubresti eða missi til að gera sér grein fyrir því hvað það er merkilegt og dýrmætt að vera til og hvað þá að hafa heilsu.“

Hann var í Búdapest á dögunum þar sem hann kveðst hafa hitt margt hlýlegt og velviljað fólk. „Einni gangstétt var þó eitthvað uppsigað við mig og réðist á mig óforvarendis. Ég reyndi að berja hana til baka og handleggsbrotnaði fyrir vikið. Gangstéttin lagðist bara kyrr og ánægð með afraksturinn,“ segir Sigurður í pistli sem birtist í dag.

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar