Fara í efni
Mannlíf

A og draumakvöld ljósmyndarans

Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson
Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Fólk með myndavélar er gjarnan á ferli þegar líður á kvöld og oft inn í nóttina, þegar getur verið draumi líkust; það fangar sólina áður en hún gengur til viðar og mánann sem tekur völdin í fjarska. Akureyri og Pollurinn hentuðu óvenju vel til ljósmyndunarleikja í gærkvöldi eftir að seglsnekkjan A skreið úr fleti sínu í Krossanesvíkinni og hélt inn á Pollinn, þar sem hún lagðist til hvílu austur undir Vaðlaheiðinni. Akureyri.net stóðst ekki freistinguna.