Fara í efni
Mannlíf

10 tíma tónaflóð strengjasveitar í Hofi

Strengjasveitir Tónlistarskólans á Akureyri að standa fyrir tíu tíma tónaflóði í Hofi á morgun, laugardag 12. febrúar. Fjöldi strengjanemenda, hljómsveitir, smærri samspilshópar og stakir nemendur leggja þá hönd á plóg við að halda tónlistinni gangandi í Hömrum frá klukkan 10.00 til 20.00.

Foreldrafélag strengjasveitanna stendur fyrir herlegheitunum, aðgangur er ókeypis en tekið er við áheitum á reikning 0162-05-260423, kt. 680610-0450. 

„Tónaflóðið er skipulagt bæði til að halda uppi fjöri þrátt fyrir allt kóvidið, en krökkunum þykja svona uppákomur yfirleitt mjög skemmtilegar, og einnig í fjáröflunarskyni, en foreldrafélagið býður fyrirtækjum að heita á hina ungu strengjaleikara. Fjárins er aflað til hljómsveitaferðalaga og þess konar skemmtilegra hluta,“ segir í tilkynningu frá Tónlistarskólanum. „Hvetjum alla til að kíkja við í Hofi á laugardaginn og hlusta á strengjasveitirnar okkar og láta eitthvað smáræði af hendi rakna í ferðasjóðinn þeirra.“