Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Þorsteinn Snævar Benediktsson

Þorsteinn Snævar Benediktsson er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta hlaðvarpsþættinum 10 bestu. Þorsteinn Snævar er 29 ára, stofnandi og eigandi brugghússins Húsavík öl.

Hann segir Ásgeiri meðal annars frá því þegar Húsavík öl var valið besta brugghúsið af gestum alþjóðlegrar bjórhátíðar í Frakklandi í haust. „Hann segir okkur söguna alla sem varð til þess að Húsavík öl varð til og það var mikið talað um mat og drykk sem eru tvö aðaláhugamál hans Steina,“ segir Ásgeir í kynningu á þættinum.

Þorsteinn Snævar segir Ásgeiri hvað fólk eigi að panta sér af matseðli þegar það fer á góða veitingastaði erlendis. „Þá setur kokkurinn nafnið sitt á réttinn. Allt þetta og allt hitt. Hver er Steini?“ segir Ásgeir. „Hann og konan hans Helga eiga saman tvö lítil börn. Er hægt að sameina heimili og að vinna í brugghúsi nánast allan sólarhringinn?“

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.