Fara í efni
Mannlíf

10 bestu: Ægir Örn Leifsson í Þulu

Ægir Örn Leifsson, einn stofnenda og eigenda hugbúnaðarfyrirtækisins Þulu á Akureyri, er viðmælandi Ásgeirs Ólafssonar Lie í nýjasta þætti hlaðvarpsraðarinnar 10 bestu.

Þula – Thula eins og fyrirtækið kallast erlendis – þróar hugbúnað fyrir heilbrigðisgeirann og stór hluti starfseminnar er fyrir heilbrigðiskerfið í Noregi. Starfsmenn eru rúmlega 40 í dag, langflestir á Akureyri en sex vinna í Portúgal, einn er búsettur í Svíþjóð, annar í Noregi, einn í Wales og einn í Sviss eins og er.

„Hann ólst upp á Brekkunni og stundaði hann íþróttir eitthvað frameftir en hætti snemma og fann fjölina aftur í hlaupum, skíðum og allri útivist. Alveg hreint frábært spjall við mann sem er á jörðinni og tekur lífinu með jafnaðargeði þrátt fyrir að vera að reka risastórt fyrirtæki,“ segir Ásgeir í kynningu þáttarins.

Eiginkona Ægis er Dagný Heiðarsdóttir og eiga þau þrjú börn, Malín Mörtu, Emmu og Bjart.

Smellið hér til að hlusta á þáttinn.