Fara í efni
Mannlíf

1. maí hlaup UFA – MYNDIR

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ungmennafélag Akureyrar stóð fyrir 1. maí hlaupi í dag sem endranær á þessum degi. Fjöldi fólks mætti á Þórsvöllinn og keppni var skipt í þrjá flokka; leikskólabörn hlupu einn hring á vellinum, 400 metra; í grunnskólahlaupi var keppni milli skóla um hlutfallslega bestu þátttökuna og hægt að velja um 2 km eða 5 km; loks var 5 km hlaup fyrir fólk á öllum aldri. Lognið var á óvenju mikilli hraðferð í hádeginu en sólin skein og ekki var annað að sjá að allir væru í skapi í takt við hana. Meðfylgjandi myndasyrpa er af leikskóla- og grunnskólabörnum.