- 14 stk.
- 01.06.2025
31. maí 2025 – Hátíð var haldin í Sandgerðisbót í tilefni sjómanndagsins sem er á morgun, sunnudaginn 1. júní. Fjölmargir lögðu leið sína í bótina; dyr verbúða stóðu öllum opnar, fólki gafst kostur á að smakka alls kyns sjávarfang auk þess sem grillaðar voru hátt í þúsund pylsur. Karlakór Akureyrar söng fyrir viðstadda og margir skoðuðu smábáta í höfninni.