Fara í efni
Íþróttir

Vignir Snær til Þórs frá Víkingi á Ólafsvík

Vignir Snær, til hægri, og Guðni Sigþórsson í leik Þórs og Víkings á Þórsvellinum í fyrrasumar. Ljós…
Vignir Snær, til hægri, og Guðni Sigþórsson í leik Þórs og Víkings á Þórsvellinum í fyrrasumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Vignir Snær Stefánsson, 24 ára varnar- og miðjumaður úr Víkingi á Ólafsvík, er genginn til liðs við Þórsara. Hann skrifaði undir samning til eins árs í dag.

Vignir Snær lék fyrst með meistaraflokki Víkings 2013, aðeins 16 ára; lék nokkrar mínútur gegn FH í efstu deild. Síðustu þrjú ár hefur hann átt fast sæti í liði Víkings.