Fara í efni
Íþróttir

UFA krakkar unnu 12 Íslandsmeistaratitla

Lið 13 ára stráka hjá UFA sem sigraði í stigakeppni mótsins í þeim flokki.

Keppendur Ungmennafélags Akureyrar (UFA) unnu til 12 Íslandsmeistaratitla á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 11 til 14 ára sem fram fór á Akureyri um nýliðna helgi. Þá vann lið 13 ára stráka úr UFA stigakeppnina í þeim aldursflokki og UFA varð í þriðja sæti í heildar stigakeppni mótsins. Einnig er vert að geta þess að UFA-krakkar urðu sex sinnum í öðru sæti og 11 sinnum í því þriðja.

Gullverðlaun fulltrúa UFA á mótinu voru þessi:

  • Tobías Þórarinn Matharel varð fjórfaldur Íslandsmeistari í flokki 13 ára – í 80m grindahlaupi, langstökki, þrístökki og spjótkasti
  • Arnar Helgi Harðarson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 13 ára – í 80m hlaupi og 300m hlaupi
  • Brynjar Páll Jóhannsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í flokki 14 ára – í 80m hlaupi og langstökki
  • Aníta Lind Sverresdóttir varð Íslandsmeistari í hástökki í 14 ára flokki
  • Hreggviður Örn Hjaltason varð Íslandsmeistari í kringlukasti í 13 ára flokki
  • Emelía Rán Eiðsdóttir varð Íslandsmeistari í kringlukasti í 13 ára flokki
  • Fríða Björg Tómasdóttir varð Íslandsmeistari í kringlukasti í 14 ára flokki

Hér má sjá myndir af keppendum UFA á Meistaramótinu. Þær birtust á flickr síðu Frjálsíþróttasambands Íslands.