Fara í efni
Íþróttir

UFA er komið í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ

UFA er komið í hóp fyrirmyndarfélaga ÍSÍ

Ungmennafélag Akureyrar (UFA) er komið í hóp fyrirmyndafélaga KSÍ og fékk í gær viðurkenningu af því tilefni frá Íþrótta- og ólympíusambandinu.  Það var Kristín Sóley Björnsdóttir sem veitti viðurkenningunni viðtöku en hún stjórnaði vinnu við gerð gæðahandbókar um starfsemi félagins sem liggur til grundvallar viðurkenningunni. Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti viðurkenninguna. Þau eru fremst á myndinni en aðrir, frá vinstri, Unnar Vilhjálmsson þjálfari, Jóna Jónsdóttir formaður UFA, Katrín Sól Þórhallsdóttir og Birnir Vagn Finnsson, sem bæði æfa frjálsíþróttir með meistaraflokki UFA.

Til að verða fyrirmyndarfélag þarf að uppfylla ýmiskonar skilyrði sem lúta að starfsemi félags og stefnu í nokkrum málaflokkum, svo sem fræðslu- og forvarnarmálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, persónuverndarmálum, menntun þjálfara og siðareglum.