Fara í efni
Íþróttir

Tvær hlutu styrk úr sjóði Óðins Árnasonar

Gígja Björnsdóttir, til vinstri, og Katla Björg Dagbjartsdóttir.
Gígja Björnsdóttir, til vinstri, og Katla Björg Dagbjartsdóttir.

Úhlutað var úr Styrktarsjóði Óðins Árnasonar í gær, gamlársdag, við athöfn í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þetta var í annað sinn sem sjóðurinn veitir styrki.

„Styrktarsjóður Óðins Árnasonar var stofnaður af SKA með gjafafé frá velunnurum skíðaíþróttarinnar sem vildu minnast Óðins og hans framlags til skíðaíþróttarinnar á Akureyri. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins er tilgangur hans að styrkja afreksiðkendur SKA. Miðað er við að styrkþegar séu landsliðsfólk og/eða taki þátt í alþjóðlegum verkefnum,“ segir á vef Skíðafélags Akureyrar.

Tveir iðkendur SKA hlutu styrk að þessu sinni:

  • Gígja Björnsdóttir, B-landsliðskona í skíðagöngu. Gígja æfir í Lillehammer í Noregi þar sem hún stundar einnig háskólanám.
  • Katla Björg Dagbjartsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum. Katla æfir og keppir með alþjóðlega skíðaliðinu Lowlanders, með bækistöðvar í Lofer í Austurríki.