Fara í efni
Íþróttir

Tryggvi og Zaragoza í átta liða úrslit

Tryggvi Snær í Evrópuleik á dögunum.
Tryggvi Snær í Evrópuleik á dögunum.

Casademont Zaragoza, liðið sem Tryggvi Snær Hlinason leikur með á Spáni, er öruggt um að komast upp úr riðli og inn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í körfuknattleik eftir sigur á þýska liðinu ERA Nymburk á Spáni í gærkvöldi. Á þriðjudaginn lék Zaragoza einnig í Meistaradeildinni; vann þá Dinamo Sassari frá Ítalíu á heimavelli, 105:88.

Tryggvi gerði sjö stig og tók fimm fráköst í fyrri leiknum, en var að mestu hvíldur í gær. Lék aðeins í tæpar þrjár mínútur en gerði tvö stig og tók tvö fráköst. Ein umferð er eftir í riðlinum, Tryggvi og samherjar hans mæta þá ERA Nymburk aftur, þá í Þýskalandi.