Fara í efni
Íþróttir

Tryggvi mjög góður en Zaragoza tapaði

Tryggvi mjög góður en Zaragoza tapaði

Tryggvi Snær Hlina­son lék mjög vel fyrir Zaragoza gegn Valencia í spænsku A-deildinni í körfubolta í kvöld, en varð reyndar að játa sig sigraðan. Gestirnir frá Valencia unnu 85:76.

Tryggvi gerði 10 stig og tók níu fráköst, þrjú í sókn og sex í vörn. Hann lék í tæpar 25 mínútur. Lið Zaragoza er í 13. sæti deildarinnar, sex stig­um frá sæti í úrslitakeppni um Spánarmeistaratitilinn, þegar átta umferðir eru eftir.