Íþróttir
Torfæran sýnd beint á YouTube rás Fuel Kött
16.08.2025 kl. 06:00

Íslandsmeistari í torfæru verður krýndur í dag eftir síðustu keppni sumarsins í mótaröðinni, Motul torfæruna, á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Keppnin hefst kl. 10 fyrir hádegi og rétt að vekja athygli á því, fyrir þá sem ekki eru á Akureyri eða eiga af einhverjum ástæðum ekki heimangengt, að keppnin verður sýnd beint á YouTube rásinni Fuel Kött og er öllum opin. Enginn áhugamaður verður svikinn af því; Fuel Kött hefur staðið fyrir sérlega glæsilegum útsendingum frá torfæru og einnig frá keppni í snjókrossi á undanförnum misserum. Þar á bæ er mjög vandað til verka.
- Smellið hér til þess að horfa: