Finnur getur orðið Íslandsmeistari

Finnur Aðalbjörnsson er einn þeirra sem getur orðið Íslandsmeistari í torfæru í dag, laugardag, þegar síðasta keppni mótaraðarinnar um meistaratitilinn fer fram á svæði Bílaklúbbs Akureyrar. Motul torfæran hefst kl. 10.00 og staðan fyrir þennan lokakafla er æsispennandi. Torfæra er geysivinsæl íþrótt, staðan í keppninni ætti að hvetja fólk til þess að mæta og horfa á og veðrið fælir væntanlega engan frá – spáð er glampandi sól og allt að 22 stiga hita.
Efstu menn fyrir Motul torfæruna eru Austfirðingurinn Bjarnþór Elíasson sem er með 60 stig, heimamaðurinn Finnur er með 55 og í þriðja sæti er Sunnlendingurinn Atli Jamil Ásgeirsson með 52 stig.
Ómögulegt er að spá fyrir um sigur í torfæru því þar getur sannarlega allt gerst. En stigagjöfin er sem hér segir:
- 1. sæti – 20 stig
- 2. sæti – 17 stig
- 3. sæti – 15 stig
- 4. sæti – 12 stig
- 5. sæti – 10 stig
- 6. sæti – 8 stig
- 7. sæti – 6 stig
- 8. sæti – 4 stig
- 9. sæti – 2 stig
- 10. sæti – 1 stig
Akureyrskir keppendur mættu með bíla sína á Ráðhústorg í því skyni að vekja athygli á keppninni og vöktu tryllitækin verðskuldaða athygli, ekki síst hjá erlendum ferðamönnum eins og Akureyri.net greindi frá í gær.
- Frétt gærdagsins: