Fara í efni
Íþróttir

Tobías Þórarinn setti Íslandsmet í þrístökki

Tobías Þórarinn Matharel úr UFA.
Tobías Þórarinn Matharel úr UFA.

Tobías Þórarinn Matharel úr Ungmennafélagi Akureyrar sló Íslandsmet í þrístökki innanhúss í flokki 13 ára pilta á Silfurleikum ÍR í gær. Hann stökk 11,63 m en fyrra met átti Kristján Hagalín Guðjónsson, 11,53 m.

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Laugardalshöll í gær, laugardaginn 19. nóvember. Nafn mótsins vísar í afrek Vilhjálms Einarssonar, þegar hann varð annar og fékk silfurverðlaun í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956.

Frétt á vef UFA