Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar töpuðu illa fyrir Keflvíkingum

Dedrick Deon Basile var skársti leikmaður Þórs í kvöld. Hér er hann í leik gegn Keflavík á Akureyri…
Dedrick Deon Basile var skársti leikmaður Þórs í kvöld. Hér er hann í leik gegn Keflavík á Akureyri í haust. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þórsarar töpuðu illa fyrir toppliði Keflavíkur, 102:69, í Domino‘s deild Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var jafn og munurinn aðeins sex stig í hálfleik, 48:42, en hræðilegur þriðji leikhluti gerði vonir Þórsara um að fá eitthvað út úr leiknum að engu. Þær vonir voru raunar litlar fyrirfram, en Keflvíkingar gerðu þá 30 stig í þriðja leikhluta gegn 10 stigum gestanna frá Akureyri. Þar með var ballið búið og efsta lið deildarinnar vann þægilegan sigur.

 • Skorið í hverjum leikfjórðungi: 24:20 – 24:22 (48:42) – 30:10 – 24:17 (102:69)

Hattarmenn frá Egilsstöðum gerðu sér lítið fyrir og unnu Grindvíkinga suður með sjó í kvöld, 96:89, og eru þar með komnir með tveimur stigum meira en Þórsarar, 8 stig eftir 12 leiki en Þórsarar eru með sex en eiga að vísu einn leik til góða, einmitt gegn Grindvíkingum í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudagskvöldið.

 • Dedrick Deon Basile 11 stig – 4 fráköst – 5 stoðsendingar (29:01 mín.)
 • Andrius Globys 10 stig – 2 fráköst – 3 stoðsendingar (27:23 mín.)
 • Ingvi Þór Guðmundsson 11 stig – 6 fráköst – 3 stoðsendingar (21:28 mín.)
 • Ivan Aurrecoechea Alcolado 15 stig – 5 fráköst (29:18 mín.)
 • Ohouo Guy Landry Edi 4 stig – 5 fráköst – 3 stoðsendingar (27:34 mín.)
 • Srdan Stojanovic 8 stig – 2 fráköst – 3 stoðsendingar (25:15 mín.)
 • Ragnar Ágústsson 2 fráköst (10:59 mín.)
 • Ólafur Snær Eyjólfsson 3 stig (2:13 mín.)
 • Hlynur Friðriksson 7 stig – 2 fráköst (17:36 mín.)
 • Róbert Orri Heiðmarsson 2 fráköst (3.30 mín.)
 • Smári Jónsson (3:30 mín.)
 • Páll Nóel Hjálmarsson (2:13 mín.)

Smellið hér til að sjá alla tölfræði leiksins á heimasíðu KKÍ