Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar tóku ungu HK-ingana í bakaríið

Hornamaðurinn ungi, Þormar Sigurðsson, gerði þrjú mörk fyrir Þór í dag; eitt þeirra augnabliki eftir að þessi mynd var tekin. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þórsarar áttu ekki í neinum vandræðum þegar ungmennalið HK sótti þá heim í dag í Grill 66 deildinni í handbolta, næst efstu deild Íslandmótsins. Þegar upp var staðið munaði 13 mörkum á liðunum; Þór vann 34:21. Staðan var 17:9 í hálfleik.

Ekki þarf að hafa mörg orð um leikinn því tölurnar tala sínu máli. Þórsarar náðu strax forystu og juku hana hægt og rólega. Mesti munur var 14 mörk en 13 munaði í lokin sem fyrr segir.

Mörk Þórs: Halldór Kristinn Harðarson 8, Sigurður Ringsted Sigurðsson 6, Aron Hólm Kristjánsson 4, Arnór Þorri Þorsteinssn 3, Þormar Sigurðsson 3, Jón Ólafur Þorsteinsson 2, Arnþór Gylfi Finsson 2, Brynjar Hólm Grétarsson 2, Leonid Mykhailiutenko 1, Friðrik Svavarsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 1, Heiðmar Örn Björgvinsson 1.

Varin skot: Kristján Páll Steinsson 21, Tómas Ingi Gunnarsson 3 (samtals 53,3%).

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina

Þórsarar eru nú efstir þeirra liða sem geta unnið sér sæti í Olís deildinni, efstu deild Íslandsmótsins. Ungmennalið Fram er efst en getur ekki flust á milli deilda, Þór er í öðru sæti með 18 stig úr 13 leikjum, ÍR er með 17 stig úr 12 leikjum og Fjölnir 15 stig úr 12 leikjum. Fjölnir og ÍR gerðu jafntefli í gær.