Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar taka á móti Aftureldingu í kvöld

Þórður Tandri Ágústsson og Ingimundur Ingimundarson hafa verið frábærir saman í miðri Þórsvörninni í síðustu leikjum. KA-maðurinn Einar Birgir Stefánsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór mætir Aftureldingu í Olísdeild karla á Íslandsmótinu í handbolta í kvöld. Leikurinn verður í íþróttahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 19.00.

Leikurinn átti að vera í gær. Lið Aftureldingar ætlaði að koma fljúgandi norður en þar sem ekki var flogið vegna veðurs höfðu þeir rétt á að láta fresta leiknum um sólarhring.

Þórsarar eru í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir 11 leiki en gestir dagsins með 13 stig eftir 11 leiki og ljóst að Þórsara bíður ærið verkefni. Liðin mættust í fyrstu umferð Íslandsmótsins í haust í Mosfellsbæ og þá unnu heimamenn með aðeins tveggja marka mun. Gróttumenn, sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, hafa heldur betur spýtt í lófana undanfarið, unnu Selfyssinga á útivelli í síðustu umferð og Fram á heimavelli þar áður. Því er ljóst að Þórsarar verða að fara að næla í stig í baráttunni.

Smellið hér til að horfa á leik Þórs og Aftureldingar í beinni útsendingu.