Fara í efni
Íþróttir

Þórsarar klaufar að tapa en halda 8. sætinu

Þórsarinn Andrius Globys var dæmdur brotlegur í þetta skipti, um miðjan þriðja leikhluta, þegar hann…
Þórsarinn Andrius Globys var dæmdur brotlegur í þetta skipti, um miðjan þriðja leikhluta, þegar hann varði skot besta manns Hattar, Michael Mallory af stakri snilld, að því er virtist án þess að snerta mótherjann. Mallory skoraði úr báðum vítunum - og munurinn í lokin var eitt stig! Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Þór tapaði þriðja leiknum í röð í Domino's deild Íslandsmóts karla í körfubolta þegar Höttur frá Egilsstöðum kom í heimsókn í kvöld. Leikurinn var köflóttur; gestirnir unnu fyrsta leikhlutann 22:17, Þórsarar þann næsta 29:19 og þriðja leikhlutann með einu stigi en Hattarmenn unnu síðasta fjórðunginn með sjö stiga mun og fögnuðu eins stigs sigri - 84:83.

Átta efstu liðin komast í úrslitakeppnina. Þórsarar eru enn í áttunda sætinu, tveimur stigum á eftir Tindastóli og ÍR en nú aðeins tveimur stigum á undan Hetti. Þrír leikir eru eftir.

Smellið hér til að sjá tölfræðina úr leiknum

Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni