Fara í efni
Íþróttir

Þorri og Brynjar tvisvar í liði umferðarinnar

Haukur Heiðar Hauksson - Hallgrímur Mar Steingrímsson - Brynjar Ingi Bjarnason - Þorri Mar Þórisson
Haukur Heiðar Hauksson - Hallgrímur Mar Steingrímsson - Brynjar Ingi Bjarnason - Þorri Mar Þórisson

KA-mennirnir Þorri Mar Þórisson og Brynjar Ingi Bjarnason hafa tvisvar verið valdir í lið umferðarinnar af fótboltavef Íslands, fótbolta.net, í fyrstu fjórum umferðum efstu deildar, Pepsi Max deildarinnar.

KA vann Leikni 3:0 á Dalvík í 3. umferðinni; þá var Brynjar Ingi valinn í annað sinn, Þorri – sem lék í stöðu hægri bakvörður í fyrsta skipti með aðalliði KA – og Haukur Heiðar Hauksson, sem komið hefur öflugur undan vetri.

KA lagði svo Keflavík á útivelli í 4. umferðinni og aftur voru þrír KA-menn í liði umferðarinnar hjá fotbolta.net; Þorri Mar í annað sinn, Hallgrímur Mar Steingrímsson og Ásgeir Sigurgeirsson, sem gerði tvö mörk í leiknum.

Nánar hér um lið 3. umferðar.

Nánar hér um lið 4. umferðar.