Fara í efni
Íþróttir

Þór og Stjarnan eigast við í Lengjubikarnum

Aron Ingi Magnússon, til vinstri, gerði fyrsta mark Þórs í Lengjubikarkeppninni í ár og Rafael Victor það næsta, í 5:1 sigri á Njarðvík um daginn.

Þórsarar taka á móti liði Stjörnunnar í Lengjubikarkeppninni í knattspyrnu í dag. Viðureignin verður í Boganum og hefst klukkan 15.00.

Þetta er annar leikur Þórs í mótinu, þeim fyrsta lauk með öruggum 5:1 sigri á Njarðvík á útivelli um síðustu helgi. Þetta er hins vegar fyrsti leikur Garðbæinga í Lengjubikarnum í ár.