Íþróttir
Þemadagar og 30 ára afmæli Giljaskóla
18.10.2025 kl. 11:30

Mynd af vef Akureyrarbæjar
30 ára afmæli Giljaskóla var fagnaði í gær, föstudag. Nemendur, foreldrar, starfsfólk og gestir gerðu sér glaðan og við þetta tækifæri var formlega tekinn í notkun klifurveggur „sem okkur hefur lengi langað í og er hann góð viðbót við möguleika nemenda skólans á hreyfingu og gleði,“ segir á vef skólans.
„Þessa viku hefur mikið gengið á í Giljaskóla, á miðvikudag og fimmtudag voru þemadagar þar sem unnið var með land, sjó og himin og fjöldi verka skapaður auk fræðslu,“ segir á vefnum. Á afmælisdaginn var afrakstur þemadaga sýndur og „iðaði skólinn af lífi og gleði. Mikil sköpun átti sér stað og sást það um alla ganga skólans.“
Meðfylgjandi myndir frá afmælisdeginum birtust í gær á vef Akureyrar og á Facebook.