Fara í efni
Íþróttir

Syntu í sólarhring – alls 115 kílómetra!

Hressir sundkappar í Akureyrarlaug í gær. Myndir af Facebook síðu sundfélagsins Óðins

Sumar og vetur frusu ekki saman á Akureyri að þessu sinni og því fögnuðu án efa félagar í sundfélaginu Óðni! Þeir syntu nefnilega saman sumar og vetur ef svo má segja; Sólarhringssund Óðins stóð nefnilega frá því klukkan þrjú síðdegis á síðasta degi vetrar þar til sólarhring síðar, um miðjan dag í gær, sumardaginn fyrsta.

Ýmsir hópar skiptust á að synda; á Facebook síðu Óðins eru nefndir Garparnir, Höfrungar, Krókódílar, foreldrar, þjálfarar, eldri sundmenn og Framtíðarhópur, Úrvals- og Afrekshópur, ásamt liðsauka frá nokkrum eldri sundmönnum.

Hægt var að heita á sundkappana og allur ágóði af fjáröfluninni rennur í ferðasjóð iðkenda. Enn er hægt að styrkja sundkrakkana og sjálfsagt að benda á reikning Óðins: 565 - 14 -000310, kennitalan er 560119 - 2590.

Hér eru skemmtilegar af Facebook síðu sundfélagsins.