Fara í efni
Íþróttir

Svifið seglum þöndum á Pollinum

Svifið seglum þöndum á Pollinum

Íslandsmótið í kænusiglingum stendur yfir á Pollinum. Keppt er í nokkrum flokkum og Þorlákur Sigurðsson úr Nökkva á Akureyri var með góða forystu í Laser Radial flokki eftir fyrri keppnisdag í gær. Alls eru 37 keppendur skráðir til leiks, þar af 15 frá Nökkva.

Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag.

Meira um mótið síðar.

Þorlákur Sigurðsson úr Nökkva á Akureyri á Pollinum í dag. Þorlákur hafði góða forystu eftir fyrri keppnisdag í Laser Radial flokki. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.