Íþróttir
														
Stelpurnar töpuðu fyrir Breiðabliki
											
									
		07.03.2021 kl. 20:05
		
							
				
			
			
		
											 
											Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir og Unnur Stefánsdóttir kljást við eina Blikastúlkuna í dag. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.
									Þór/KA tapaði fyrir Breiðabliki, 2:0, í Lengjubikarkeppninni í fótbolta dag í Boganum. Stelpurnar okkar höfðu unnið tvo fyrstu leikina en Íslandsmeistarar Breiðabliks hins vegar unnið einn leik og gert jafntefli í öðrum.
Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og höfðu fengið tvö mjög góð tækifæri til að skora áður en landsliðskonan Agla María Albertsdóttir kom þeim yfir á 12. mínútu. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir gerði seinna mark Breiðablik um miðjan seinni hálfleik.
Næsti leikur Þórs/KA er gegn Fylki, sem er efstur í riðlinum. Liðin mætast 20. mars í Reykjavík.
Smellið hér til að sjá úrslit og stöðu riðlinum