Íþróttir
Steinþór ákærður fyrir brot á veðmálareglum
08.06.2023 kl. 10:00
Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með KA síðasta sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Steinþór Freyr Þorsteinsson, leikmaður KA, hefur verið ákærður af Knattspyrnusambandi Íslands fyrir brot á veðmálareglum skv. heimildum vefmiðilsins 433.is.
Þar segir að leikmaðurinn hafi veðjað á fjölda leikja hér á landi, meðal annars á leik hjá KA. Samkvæmt heimildum miðilsins gengst hann að mestu við brotunum í svari sem hann sendi KSÍ. Steinþór Freyr hefur ekki verið í leikmannahópi KA að undanförnu.
Samkvæmt siðareglum KSÍ er leikmönnum og öðrum sem tengjast Knattspyrnusambandinu er óheimilt að taka þátt í veðmálum í tengslum við knattspyrnuleiki sem falla undir lögsögu sambandsins.
Nánar hér á 433.is.