Fara í efni
Íþróttir

Sjötta mark Nökkva og KA fékk eitt stig

Nökkvi Þeyr Þórisson fagnar jöfnunarmarkinu gegn Val í kvöld. Þetta var sjötta mark Nökkva í deildinni í sumar. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

KA og Valur gerðu 1:1 jafntefli í kvöld í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu á Akureyri.

Valsmenn komust yfir þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þá eftir snögga, einfalda sókn en Nökkvi Þeyr Þórisson jafnaði og tryggði KA eitt stig þegar hann skoraði af harðfylgi af stuttu færi á 82. mínútu eftir góðan undirbúning Andra Fannars Stefánssonar. Þetta er sjötta mark Nökkva á Íslandsmótinu í sumar.

Valur er þar með kominn með 20 stig eftir 11 leiki og er í þriðja sæti sem stendur en KA er með 18 stig í fimmta sæti.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna