Fara í efni
Íþróttir

Sigurður Marinó missir af fyrstu leikjum Þórs

Sigurður Marinó Kristjánsson, fyrirliði Þórs, verður frá æfingum og keppni á næstunni. Ljósmynd: Ska…
Sigurður Marinó Kristjánsson, fyrirliði Þórs, verður frá æfingum og keppni á næstunni. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Sigurður Marinó Kristjánsson, fyrirliði Þórs í knattspyrnu, verður frá æfingum og keppni næstu 4 til 6 vikur. Hann hefur glímt við meiðsli í hné undanfarið en fór í aðgerð í gær og fékk bót meina sinna. Nú tekur við bið og endurhæfing þannig að Sigurður verður varla tilbúinn í slaginn fyrr en snemma í júní. Hann missir þar af leiðandi líklega af fyrstu fjórum eða fimm leikjum Þórs í Lengjudeild Íslandsmótsins.