Fara í efni
Íþróttir

Sigþóra náði 4. besta tíma íslenskrar konu

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, Stefán Guðmundsson, Siguróli Gíslason og Íris Anna Skúladóttir í gær.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA náði fjórða besta íslenskrar konu frá upphafi í hálfmaraþoni, þegar hún keppti í Kaupmannahöfn í gær, sunnudag

Markmið Sigþóru Brynju fyrir keppnina var að hlaup á undir 1 klukkustund og 20 mínútum og var að sjálfsögðu himinlifandi að það tókst. Hún fór vegalengdina á 1:19,03, sem er fjórði besti tími íslenskrar konu í vegalengdinni frá upphafi, eins og áður sagði. Íris Anna Skúladóttir var steinsnar á eftir henni á 1:19:22 sem skipar henni í sjötta sæti á listanum yfir bestu tíma íslenskra kvenna í vegalendinni og Íris Dóra Snorradóttir hljóp á 1:21:01 sem er níundi besti tími íslenskra kvenna.

Eftir því sem næst verður komist hafa þrjár íslenskar konur ekki verið á meðal fyrstu í hlaupi sem þessu erlendis.

Bestu tímar íslenskra kvenna í hálfmaraþoni

  1. Martha Ernstsdóttir 1:11:40
  2. Andrea Kolbeinsdóttir 1:17:52
  3. Elín Edda Sigurðardóttir 1:18:05
  4. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 1:19:03
  5. Birna Varðardóttir 1:19:21
  6. Íris Anna Skúladóttir 1:19:22
  7. Arndís Ýr Hafþórsdóttir 1:20:02
  8. Gerður Rún Guðlaugsdóttir: 1:20:29
  9. Íris Dóra Snorradóttir 1:21:01
  10. Bryndís Ernstsdóttir 1:21:10

Fleiri íslendingar voru meðal keppenda og margir að bæta sinn besta tíma í greininni. Stefán Guðmundsson sigraði t.d. í flokki 50-54 ára karla á tímanum 1:14:12.

Í Kaupmannahöfn í gær. Frá vinstri: Páll Jóhannesson, Hulda Guðný Kjartansdóttir, Hulda Fanný Pálsdóttir, Nick Gísli Janssen, Siguróli Gíslason, Íris Anna Skúladóttir, Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir og Íris Dóra Snorradóttir.

Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir, Íris Anna Skúladóttir og Íris Dóra Snorradóttir.