Fara í efni
Íþróttir

Satchwell gerir nýjan samning við KA

Haddur Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Nicholas Satchwell handsala samninginn í dag. Mynd af vef KA.

Færeyski markvörðurinn Nicholas Satchwell skrifaði í dag undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA og er nú samningsbundinn félaginu næstu tvö árin.

„Þetta eru mikil gleðitíðindi enda hefur Nicholas komið sterkur inn í lið KA í vetur og staðið sig með prýði,“ segir á heimasíðu KA. „Nicholas sem er fæddur árið 1991 er landsliðsmarkvörður Færeyja og verið í lykilhlutverki í uppgangi landsliðsins undanfarin ár. Þar áður lék hann í marki Bretlands og lék til að mynda á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Ekki nóg með að hafa staðið sig vel innan vallar með KA liðinu þá hefur hann smellpassað inn í okkar flotta hóp og við væntumst því áfram til mikils af þessum öfluga kappa,“ segir á síðu KA.