Fara í efni
Íþróttir

Sanngjarnt jafntefli í miklum spennuleik

Jóhann Gunnar Sævarsson í skotstöðu í kvöld; hann gerði sex mörk í leiknum. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Boðið var upp á einn spennutryllinn í KA-heimilinu í kvöld, þegar Selfyssingar komu í heimsókn í Olísdeild Íslandsmótsins í handbolta. Liðin skildu jöfn, 24:24, eftir að gestirnir höfðu tveggja marka forystu í hálfleik, 13:11.

Selfyssingur voru yfir mestan hluta fyrri hálfleiks, en munurinn var reyndar aldrei mikill. Hergeir Grímsson var frábær í liði Selfyssinga, Ragnar Jóhannsson ekki mikið síðri og Vilius Rasimas mjög góður í markinu. KA-menn náðu ekki að sýna sparihliðarnar í sókninni en voru þó í góðri stöðu þegar leikurinn var hálfnaður, aðeins tveimur mörkum undir.

Seinni hálfleikurinn var í járnum nánast allan tímann og vel fór á því að liðin deildu stigunum. Árni Bragi Eyjólfsson, sem hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en hrökk heldur betur í gang í þeim seinni, gerði 24. mark KA þegar hálf mínúta var til leiksloka en það var svo Hergeir Grímsson - hver annar? - sem jafnaði nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Það var ellefta mark hans en þeir Ragnar Jóhannsson, gerðu samtals 18 mörk af 24!

Jóhann Geir Sævarsson lék enn einu sinni afar vel í vinstra horninu í sókninni og varð markahæstur með 6 mörk, þar af 2 af vítalínunni. Árni Bragi Eyjólfsson gerði einnig 6 mörk, þar af 1 úr víti, Jón Heiðar Sigurðsson átti fína spretti og gerði 4 mörk, Áki Egilsnes og Allan Norðberg 3 hvor og Sigþór Gunnar Jónsson 2. Nicholas Satcwhell varði 15 skot.

Smellið hér til að horfa á leikinn á KT TV

Öll tölfræði leiksins