Fara í efni
Íþróttir

SA getur tryggt sér titilinn á laugardag

SA-ingar fagna marki í fyrsta úrslitaleiknum gegn Fjölni á dögunum. Ljósmynd: Egill Bjarni Friðjónsson.

Kvennalið Skautafélags Akureyrar getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí á heimavelli á laugardaginn. Stelpurnar okkar unnu lið Fjölnis í Reykjavík í kvöld, 4:3, og fyrsta úrslitaleikinn unnu þær á heimavelli á þriðjudaginn, 2:1. Þrjá sigra þarf til að verða meistari.

Fjölniskonur komust í 2:0 í kvöld en Akureyringar léku þó vel og fengu góð færi til að skora í fyrsta leikhluta. Aurilie Donnini var hins vegar vel á verði í marki heimaliðsins og sá við þeim. Akureyringarnir gerðu hins vegar næstu fjögur mörk, Fjölnir minnkaði muninn á lokasekúndunum en Íslandsmeistarar SA eru með pálmann í höndunum og gætu fagnað 16. meistaratitlinum í röð á laugardagskvöldið þegar liðin mætast í þriðja sinn.

Mörkin í kvöld:

  • 1:0 Laura Murphy (16,21 mín.)
  • 2:0 Unnur Helgadóttir (26,00 mín.)
  • 2:1 Gunnborg Jóhannsdóttir (29,27 mín.)
  • 2:2 Kolbrún Björnsdóttir (37,07 mín.)
  • 2:3 Jónína Guðbjartsdóttir (44,58 mín.)
  • 2:4 Ragnhildur Kjartansdóttir (58,25 mín.)
  • 3:4 Sigrún Árnadóttir (59,54 mín.)

Smellið hér til að sjá alla tölfræðina úr leiknum